Fara í innihald

Hangúl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nútíma kóreska er skrifuð með kóreska stafrófinu (sem heitir hangúl,[1] 한글, í Suður-Kóreu en chosŏn'gŭl, 조선글, í Norður-Kóreu). Nútíma kóreska er skrifuð frá vinstri til hægri (en líkt og með kínversku getur líka verið skrifuð lóðrétt, og eru þá lóðréttu línurnar frá hægri til vinstri). Hangúl (e. hangul) er stundum skrifað hangeul á ensku. Letrið styðst við 24 einfalda stafi (jamo) og 27 flóknari stafi sem búnir er til úr þeim einföldu.

Hangul var hannað á árunum 1443 og 1444 en kynnt fyrir kóresku þjóðinni árið 1446. Það var fyrir tilstilli þáverandi konung landsins, Sejong, að skriftin var hönnuð. Áður en hangúl kom til sögunnar töluðu Kóreumenn kóresku en skrifuðu mestmegnis á kínversku, sem er mjög frábrugðin kóresku. Stór hluti Kóreumanna var ólæs og þess vegna var það mikil bylting þegar byrjað var að rita kóresku með hangúl.

Þar sem hangúl hefur fá tákn er því t.d. mun auðveldara að hana læra stafróðið heldur en kínversku táknin. Sejong konungur er frægasti konungurinn í sögu Kóreu og prýðir 10.000 won seðilinn.

Hangul var þó notað saman við kínversk tákn (kölluð hanja á kóresku) að verulegu leyti fram til ársins 1970, en kínversku táknin voru þá gjarna notuð á eftir kóreskum orðum til útskýringar og virka sem hálfgerð orðabókarskýring. Nú er hangúl notað nær eingöngu bæði í Suður-Kóreu og Norður-Kóreu en þó kemur fyrir að Hanja er sett í sviga til að skýra orð nánar, til dæmis í fréttablöðum og ritgerðum.

Kóresk börn þurfa enn að læra mikla kínversku í grunnskólum en mikið af kóreskum orðaforða er tekinn úr kínversku.

Þess má einnig geta að fyrir utan Kóreumenn er indónesískur ættbálkur sem notar hangúl.

Hvert tákn í hangúl er kallað jamo. Til eru 29 tákn sem skiptast upp í

Þessum táknum er svo raðað saman þannig að mest eru þrjú jamo í einni samstæðu. Samstæðan myndar alltaf eitt atkvæði. Táknunum er raðað þannig upp að fyrst kemur samhljóði svo sérhljóði og síðast er skrifað endatákn sem er oftast líka samhljóði eða tvöfalt tákn. Skrifað er frá hægri til vinstri og frá toppi og niður innan samstæðunnar og sama á við um línur.

Hangul í Unicode

[breyta | breyta frumkóða]

Það eru fjórar mismunandi leiðir til að skilgreina hangúl í Unicode. Maður getur valið hvort maður vill fá hvert tákn fyrir sig eða heila samstæðu og hvernig maður vill að hún birtist.

  • U+1100–U+11FF: Inniheldur öll tákn hangúl gömul og ný.
  • U+3130–U+318F: Hangul samvinnandi tákn
  • U+AC00-U+D7A3: Inniheldur allar nútíma samstæður hangúl.
  • U+FFA0–U+FFDF: Hangul samvinnandi tákn.
  1. https://www.wdl.org/en/item/4166