Fara í innihald

Þjóðarmorðið í Kambódíu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Höfuðkúpur úr S-21 fangelsinu.

Þjóðarmorðið í Kambódíu átti sér stað á árunum 1975-1979 undir stjórn Pol Pot og Rauðu khmerana. Talið er að á bilinu 1,5-2 milljónir manna hafi verið myrt.

Þann 17.apríl árið 1975 tóku Rauðu khmerarnir völdin í Kambódíu undir stjórn Pol Pot. Samstundis hófst endurskipulagning á ríkinu og voru borgarbúar fluttir með valdi út í sveit til að starfa sem bændur og verkamenn í landbúnaði. Fjölskyldum var einnig skipt upp með valdi. Vegna þess að Rauðu khmerarnir vildu gera Kambódíu óháða umheiminum var innfluttningur bannaður, líka á nauðsynjum eins og mat og lyfjum. Þess vegna veiktist fjöldi fólks af sjúkdómum sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir og hungri. börn voru ekki undanskilin harðræði og morðum.

Rauðu khmerunum var illa við skipurlögð trúarbrögð og voru kristnir og búddatrúar fyrir miklum ofsóknum, en Cham múslimar urðu þó verst úti. Um 70% þeirra voru drepnir.[1] Helstu skotmörk stjórnarinnar voru menntamenn svo sem læknar, prestar, blaðamenn og stjórnarandstæðingar og gekk þetta hatur svo langt að jafnvel fólk með gleraugu var sjálfkrafa talið vera gáfað og varð fyrir barðinu og ofsóknum khmerana.

Leiðtogi khamerana var Pol Pot en aðrir hátt samverkamenn hans voru Nuon Chea, Ieng Sary, Son Sen og Khieu Samphan.

S-21 fangabúðirnar

[breyta | breyta frumkóða]

Toul Sleng fangelsið betur þekkt sem S-21 voru fangabúðir sem voru staðsettar í fyrrum menntaskóla í Phnom Penh en var breytt í fangelsi. Talið er að um 200.000 fangar hafi farið í þessar fangabúðir þar sem langflestir voru pyntaðir og myrtir. Fangabúðirnar voru reistar í þeim tilgangi að hýsa og refsa fyrrum félögum Rauðu khmerana grunaða um svik eða njósnir. Þegar fangarnir komu í S-21 voru teknar myndir af þeim og þeir neyddir til að þylja upp ævisögu sína frá æsku fram að handtöku. Klefarnir voru litlir og var tugum fanga troðið saman í klefa. Fangar voru iðulega yfirheyrðir og pyntaðir til að ná fram játningu. Þrengt var að öndunarvegi fangana og algengt var að þeim var gefið raflost og oft játuðu fangar glæpi sem þeir frömdu ekki til að bjarga lífi sínu.[2]

Endalok þjóðamorðsins

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1979 réðst víetnamski herinn inn í Kambódíu og fjarlægði Pol Pot og Rauðu khmerana frá völdum. Khmerarnir flúðu að landamærum Tælands og héldu áfram uppreisn en án árangurs. Árið 1977 á meðan réttað var yfir Rauðu khmerunum flúði Pol Pot til norðaustur Kambódíu. Margir Rauðu khmerana sluppu með hjálp vestrænna landa yfir til Tælands.

Eftir kosningar árið 1993 komst Sihanouk prins aftur til valda og þá snéru kambódísk flóttabörn sem höfðu flúið ásamt fjölskyldum sínum aftur til Phnom Penh. Alþjóðasamfélagið hefur lengi verið gagnrýnt fyrir að aðstoða ekki almenna borgara í Kambódíu á meðan þjóðarmorðinu stóð. [3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Cambodia“. Holocaust and Genocide Studies | College of Liberal Arts (enska). Sótt 27. apríl 2021.
  2. „Tuol-Sleng“. www.mtholyoke.edu. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. janúar 2021. Sótt 27. apríl 2021.
  3. „The Cambodian Genocide“. United to End Genocide (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 15. október 2018. Sótt 27. apríl 2021.