S kiljanlegt er að margir grunnskólakennarar séu sárir oggramir yfir því að Alþingi skuli hafa bundið enda á verk-fall þeirra með lögum sem fela gerðardómi að úrskurða
um kaup og kjör stéttarinnar, náist ekki innan viku samkomu-
lag um nýjan kjarasamning á milli Kennarasambandsins og
sveitarfélaganna. Við blasir að hver og einn kennari hefur eftir
sjö vikna verkfall orðið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum fyrir
utan þá vanlíðan og streitu sem hlýtur að fylgja svo löngu tíma-
bili óvissu og spennu. Þá er líklegt að mjög hafi gengið á verk-
fallssjóð Kennarasambandsins, sem var digur í upphafi
vinnudeilunnar.
En kennarar eiga ekki að beina gremju sinni að ríkisstjórn og
Alþingi heldur eigin forystumönnum. Gerðardómslögin voru
óhjákvæmileg og hefðu þurft að koma til miklu fyrr eins og
hvatt var til hér á þessum vettvangi. Grunnskólakennarar sem
heild hljóta líka að líta í eigin barm og spyrja sig hvers vegna
þeir misreiknuðu sig svona hrapallega.
Meginskýringin á óförunum er líklega sú að samninganefnd
kennara virðist ekki hafa haft um það raunsæjar hugmyndir í
upphafi hvernig ljúka ætti vinnudeilunni. Án slíkra hugmynda
er í raun um misbeitingu verkfallsvopnsins að ræða.
Og þegar kennarastéttin gremst yfir úrslitunum má hún ekki
gleyma því að verkfall hennar hefur einnig skaðað þjóðlífið:
börnin okkar, heimilin, atvinnulífið og menntakerfið. Og það er
ekki til fyrirmyndar hvernig sumir baráttumenn í röðum kenn-
ara hegðuðu sér stundum á almannafæri. Kennarinn sem skar á
öryggisborða lögreglunnar fyrir framan Alþingishúsið á föstu-
daginn eins og sjá mátti á forsíðu Fréttablaðsins í gær getur
ekki talist góð fyrirmynd barna. Hvað skyldu nemendur við-
komandi kennara hugsa?
En kennarar eru sannarlega ekki einir um að þurfa að hugsa
sinn gang. Yfirvöld í landinu og foreldrar skólabarna verða að
svara þeirri spurningu hvort þau telji það viðunandi að jafn
fjölmenn og mikilvæg starfsstétt og kennarar sé svo óánægð
með kaup og kjör að stór hópur innan hennar sé farinn að velta
af alvöru fyrir sér uppsögn úr starfi. Með réttu má gagnrýna
viðsemjendur kennara fyrir að hefja ekki alvarlegar viðræður
við þá þegar í vor í stað þess að láta marga mánuði líða án þess
að skoða kröfugerðina og röksemdirnar og reyna að finna lausn
áður en í óefni var komið.
Enn hafa samninganefndir kennara og sveitarfélaga nokk-
urra daga frest til að ljúka vinnudeilunni með frjálsum samn-
ingi áður en gerðardómurinn tekur til starfa. Þeir eiga að reyna
það af fremsta megni. Báðir deilendur verða þá að teygja sig
eins langt í samkomulagsátt og nokkur möguleiki er á. Sam-
komulag á elleftu stundu yrði þeim báðum til sóma og gæti
markað upphaf þess að þjóðfélagið í heild færi að skoða rekst-
ur skólakerfisins með það í huga að til ófriðar og ósættis af því
tagi sem við höfum orðið vitni að undanfarna tvo mánuði komi
aldrei aftur. ■
14. nóvember 2004 SUNNUDAGUR
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Kennarar eiga ekki að beina gremju sinni
að Alþingi og ríkisstjórn.
Gerðardómurinn
var óhjákvæmilegur
FRÁ DEGI TIL DAGS
Með réttu má gagnrýna viðsemjendur kennara
fyrir að hefja ekki alvarlegar viðræður við þá
þegar í vor í stað þess að láta marga mánuði líða án
þess að skoða kröfugerðina og röksemdirnar og reyna
að finna lausn áður en í óefni var komið.
,,
Rakarinn morðóði
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
Miðasala á Netinu: www.opera.is
sun. 14. nóv. kl. 20
Allra síðasta sýning.
Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst.
Litla stúlkan með eldspýturnar
sun. 14. nóv. kl. 14 - lau. 20. nóv. kl. 14 - sun. 21. nóv. kl. 14
lau. 27. nóv. kl. 14 - sun. 28. nóv. kl.14
Misstu ekki af SWEENEY TODD!
Einhver magnaðasta sýning sem sést hefur á íslensku leiksviði
Aðeins EIN sýning eftir!
Íslenskt Magasin
Fyrir utan Tívolíið í Kaupmannahöfn er
Magasin du Nord við Kóngsins nýja
torg líklega vinsælasti viðkomustaður
Íslendinga sem til borgarinnar koma.
Ekki er ósennilegt að íslensk tunga eigi
eftir að heyrast enn oftar í sölum þar –
og kannski íslenskar lopapeysur sjást á
söluborðum – því í gær var tilkynnt að
íslenskir fjárfestar með Baug í broddi
fylkingar hefðu keypt þessa sögufrægu
verslun sem var opnuð árið 1868. Voru
Jón Sigurðsson forseti og Ingibjörg
kona hans á þeim tíma meðal við-
skiptavina. Kaupin hafa vakið mikla at-
hygli í Danmörku og voru helsta
viðskiptafréttin í dönsku blöðunum í
gær. Berlingske Tidende segir í fyrir-
sögn að íslenskur auðkýfingur hafi
keypt verslunina og er þá með Jón Ás-
geir Jóhannesson í huga. Er í blaðinu
fjallað um alþjóðlegt viðskiptaveldi
hans. Nefnt er að með kaupunum séu
tvær sögufrægustu verslanir Dana
komnar í eigu útlendinga. Fyrir ári
síðan var Illum á Strikinu seld
bandaríska fjárfestingarbankan-
um Merrill Lynch.
Víkingar á ferð
Þó að verslun og viðskipti
ættu kannski að vera hafin
yfir allt þjóðernistal er það
víðar en í Danmörku sem
menn verða hugsi og jafnvel
efins þegar fyrirtæki sem
margar kynslóðir í einu landi
eiga sér minningar um eru
seld útlendingum. Þegar Baugur eign-
aðist hina fornfrægu leikfangaverslun
Hamleys í London birtust um það skrif
í breskum blöðum að útlendingar væru
að eignast þjóðarstolt Breta og var
kaupunum jafnvel líkt við gripdeildir
víkinga forðum daga. Heimildarmenn
okkar í Kaupmannahöfn segja að ekki
sé þó við öðru að búast en að Danir
muni sætta sig við kaup Íslend-
inga á Magasin du Nord og lík-
lega taka þeim vel, því þeir hafi
haft áhyggjur þegar fréttist af
erfiðleikum í rekstri verslunar-
innar. Aftur á móti hefðu Danir
aldrei sætt sig við að Svíar eign-
uðust verslunarhöllina. Hefði það
orðið léti enginn Dani með sjálfs-
virðingu sjá sig þar innandyra!
[email protected]
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG:
[email protected] og
[email protected] VEFFANG: visir.is
SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Íslenskt grín hefur ratað í vandræði.
Inntak þess er að mörgu leyti að
missa marks; afleiðingarnar að
verða varhugaverðar, jafnvel háska-
legar.
Grín er ekkert gamanmál.
Ekki lengur.
Það er eins og viðkvæmni fólks
fyrir kæruleysislegu gamni
hafi aukist á síðustu árum.
Spaugarar eru í nokkrum
vanda; þeir verða að vanda sig
miklum mun betur en fyrr á
árum þegar allt var látið
flakka án þess að nokkur eftir-
mál yrðu af gamansögunum.
Þá var bara hlegið og dillað
sér, slegið á lær og flissað.
Það er ekki lengur jafn
sjálfgefið að hlæja og áður.
Allt lýtur nú eðli brandarans;
hvort hann meiði, storki, ögri,
lítilsvirði eða sé einfaldlega úr
takti við tíðarandann.
Það er vandlifað.
Æ vandlifaðra.
Og svo mjög hefur fækkað
þeim hópum sem hægt er að
grínast með að eftir situr ef-
inn, óvissan og endalausar
áhyggjur af því að einhver
hafi verið móðgaður. Stór-
móðgaður. Og fari með allt
saman í blöðin. Kæri. Og eftir
sitji grínarinn með skelfilega
skemmtun sína.
Byrjum á konunum.
Allnokkur ár eru liðin frá
því ekki var lengur þorandi að gera
gys að konum. Eins og það getur nú
verið gaman. Nei, nú er allt lagt út á
versta veginn. Kvennagrín er um-
svifalaust stimplað sem forneskju-
legt karlaraus; í besta falli
ósmekklegar aðdróttanir, í versta
falli hreinræktuð kvenfyrirlitning.
Meira að segja gömlu ljóskubrand-
ararnir eru fyrir margt löngu komn-
ir út af sakramentinu. Venjulegur
karlmaður sem hlær að svoleiðis
bröndurum er litinn hornauga og
hann spurður í nokkurri forundran;
fannst þér þetta virkilega fyndið?
Nei, eiginlega ekki, gæti svarið ver-
ið ásamt vænum slatta af afsökun-
um – af því að ljóskubrandarar eru
orðnir skömmustulegir. Hallæris-
legir. Neyðarlegir. Og almennt er
hægt að segja það sama um allt ann-
að grín um veikara kynið. Sem má
reyndar ekki kalla veikara kynið
lengur, enda gæti það verið bandari.
Lélegur brandari. Niðrandi.
Þannig að konur eru lengur ekk-
ert gamanmál. Og hvaða maður vill
kenna sig við kvenfyrirlitningu? Það
er ákaflega bág staða og kann að
þýða útskúfun úr almennri umræðu.
Þar fór það.
Svo eru það minnihlutahóparnir.
Engum sæmilega heiðvirðum
manni dettur lengur til hugar að
segja kímnisögu um svart fólk, eða
spænskt, kínverskt, Grænlendinga
eða Sama. Spaugarar sem reyna við
efni af þessu tagi eru umsvifalaust
dæmdir á staðnum sem ömurlegir
kynþáttahatarar, níðmenni, nasistar.
Þá er nú betra að þegja.
Og þá má ekki heldur gera gys að
því óvenjulega. Spaugari sem stend-
ur uppi á sviði og segir sakleysisleg-
an brandara af geðveikislegum
tilburðum manna úti í bæ er álitinn
álíka gaga og umræðuefnið. Grín
sem beinist gegn geðsjúkum – þótt
ekki sé nema skrýtnu fólki – er orð-
ið alvarleg aðför að minnihlutahópi.
Það er bara ekki lengur til siðs.
Þar fór það.
Þá er heldur ekki til siðs að gera
grín að að höltu fólki, hoknu, feitu,
horuðu, himnalengjum og dvergum,
já eða sköllóttu, skakkmynntu og
rauðhærðu. Það heitir að gera sér
mat úr sérstöðunni, níðast á því sem
enginn fær við ráðið, hengja sig á
útlitið. Og það gengur ekki.
Þar fór það.
Og ekki bætir úr skák að segja
laufléttan hommabrandara. Það lýs-
ir þröngsýni, illu innræti, í besta
falli taktleysi. Sömu sögu er að
segja af lessubröndurum. Þeir eru
komnir inn í skápinn. Læstir þar.
Og þar fór það.
Enn kárnar gamanið þegar grín-
ið beinist að trúarafstöðu fólks.
Fyrir utan að vera guðlast getur það
verið háskalegt. Jafnvel lífshættu-
legt. Enginn heilvita maður grínast
lengur að tilburðum múslima á
opinberum vettvangi. Enda er hann
réttdræpur. Og varla er þorandi að
segja einn laufléttan um bókstafs-
trúarhópa heima á Íslandi; það kall-
ar á fordæmingu, almáttuga ósk um
vítisvist.
Þar fór það.
Einna verst er að gera
grín að innflytjendum. Það
er eiginlega botninn. Hvar-
vetna sem spaugari segir
skemmtisögu af innflytj-
endum er hann afgreiddur
sem kverúlant eða
kúkalabbi. Nema hvoru-
tveggja sé. Ekki er við það
búandi.
Og hvað er þá eiginlega
eftir?
Ef við útilokum allar
konur, sjúklinga, fatlaða,
trúaða, samkynhneigða,
horaða og feita, himna-
lengjur og dverga og allt
fólk sem er svolítið öðruvísi
á litinn og í laginu, þá er
ekki mikið eftir. Eiginlega
ekkert annað en meðalstór
hvítur karlmaður, ljóshærð-
ur, innfæddur, gagnkyn-
hneygður, þokkalegur
heilsuhraustur og hæfilega
kærulaus í trúmálum.
Sumsé ég.
Sá sem þetta skrifar er
með allra síðustu efniviðunum í ís-
lenska fyndni. Nokkuð normal, til-
tölulega litlaus – og eiginlega
fullkomnlega óinteressant.
Líklega móðgast enginn þótt
gert sé grín að svona venjulegum
manni. Þetta er fulltrúi hins stein-
gelda meirihluta sem vafrar frá
einni biðröðinni til annarrar í enda-
lausri leit að lífsgæðum. Greiðir
frá hægri til vinstri, jafnt greiðslu-
seðla sem hárið sitt, mætir um
miðjan dag á kjörstað, frjálslyndur,
friðsamur, fjölskylduvænn. Ég veit
samt ekki hvort hægt er að gera al-
mennilega kímnisögu um svona
mann. Ég hreinlega efast um það.
En sé það gert eru menn nokkuð
pottþéttir á því að vera ekki að
móðga nokkurn mann.
Ekki einu sinni þennan venju-
lega mann.
Enda myndi enginn hlæja.
Það er ekkert fyndið við það
venjulega.
Ekki svo orð sé á gerandi.
Venjuleg fyndni er eiginlega
ekki til. Brandarar ganga út á það
óvenjulega, galdur þeirra er fólg-
inn í því að ganga fram af fólki,
vekja furður og fussum-svei.
Daðra við hneykslan, jaðra við
óskammfeilni.
Verst er að það bara má ekki
lengur.
Allur meirihluti fólks virðist
óvenjulegur. Og hann gæti móðg-
ast. ■
TÍÐARANDINN
SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON
Grín er ekkert gamanmál
TE
IK
N
. H
EL
G
I S
IG
. -
W
W
W
.H
U
G
VE
R
K
A.
IS
Kvennagrín er
umsvifalaust stimpl-
að sem forneskjulegt karla-
raus; í besta falli
ósmekklegar aðdróttanir, í
versta falli hreinræktuð
kvenfyrirlitning.
,,