Suður-Kákasus
Útlit
Suður-Kákasus er suðurhluti heimshlutans Kákasus, milli Evrópu og Asíu, sem nær frá Kákasusfjöllum í norðri að landamærum Tyrklands og Írans í suðri, og frá Svartahafi í vestri að Kaspíahafi í austri. Svæðið er kallað Закавказье (Sakavkasje) á rússnesku sem merkir „sunnan Kákasusfjalla“. Innan svæðisins er öll Armenía og meirihluti Georgíu og Aserbaídsjans.
Í þessum heimshluta eru umdeildu héruðin Abkasía og Suður-Ossetía í Georgíu, og Nagornó-Karabak í Aserbaídsjan.