Fara í innihald

Sarong

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Karlmenn í Surabaya í sarong

Sarong er klæði sem vafið er um mittið þannig að það hylur læri og hné. Sarong er hluti af fötum bæði karla og kvenna í Suður-, Suðvestur- og Suðaustur-Asíu, á Kyrrahafseyjum og Austur-Afríku. Oftast er klæðið mynstrað með köflóttu mynstri eða litað með batikmynstri. Á Vesturlöndum eru slík klæði stundum notuð yfir sundföt.