Fara í innihald

Padanía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Evrópu, sem sýnir Padaníu (eins og ítalski stjórnmálaflokkurinn Lega Nord sér sjálfstætt ríkið fyrir sér) í dökkgrænum lit.
Kort af vatnasvæði árinnar Pó, í Pó-dalnum, sem nær yfir mest allt svæði Padaníu.

Padanía (ítalska: [paˈdaːnja]) er nafn á landssvæði og fyrirhuguðu sjálfstæðu ríki sem ætlað er að ná yfir Norður-Ítalíu. Nafnið er dregið af -fljótinu (latneskt Padus), sem vatnasvæðið nær yfir stóran hluta svæðisins, með miðju í Pó-dalnum (Pianura Padana), helstu sléttu Norður-Ítalíu.[1]

Til Padaníu teljast 11 héruð Norður- og Mið-Ítalíu: Langbarðaland; Venetó; Emilía-Rómanja; Fjallaland; Lígúría; Friúlí; Trentínó-Suður-Týról; Ágústudalur; Toskana; Marke; og Úmbría.

Hugtakið var búið til á sjöunda áratug síðustu aldar sem landfræðilegt hugtak, og varð þekkt á tíunda áratugnum þegar ítalski stjórnmálaflokkurinn Norðurbandalagið (Lega Nord) talaði fyrir aðskilnaði og sjálfstæði norðurhéraða Ítalíu, sem sjálfstæðri Padaníu. Það hefur síðan verið sterklega tengt við þjóðernishyggju kennda við Padaníu.

Padanía eins og það er skilgreint í yfirlýsingu Lega Nord um sjálfstæði og fullveldi Padaníu frá 1996 nær út fyrir Norður-Ítalíu og nær yfir stóran hluta Mið-Ítalíu.

  1. „Padania“, Wikipedia (enska), 24. maí 2022, sótt 14. júlí 2022