Nörd
Útlit
Hugtakið nörd er einkum notað um manneskjur sem hafa afskaplega mikinn áhuga á tilteknu fyrirbæri, sérstaklega á sviði tækni og vísinda. Oft er öðru orði skeytt framan við orðið nörd til að gefa áhugasviðið til kynna; þannig er til dæmis algengt að talað sé um tölvunörda þegar átt er við fólk sem lifir og hrærist fyrir allt tengt tölvum.
Orðið nörd hafði eitt sinn niðrandi blæ og var gjarnan notað um fólk sem var hallærislegt, óvinsælt og óhæft í mannlegum samskiptum. Á síðustu árum hefur hugtakið aftur á móti fengið á sig jákvæðari blæ, sérstaklega þegar nördar nota það um sjálfa sig og aðra nörda. Þegar aðrir utan hópsins nota orðið getur það þó enn talist móðgun.
Orðið „nörd“ sást upprunalega í bók Dr. Seuss If I Ran the Zoo.