Manuel Pellegrini
Útlit
Manuel Luis Pellegrini Ripamonti (fæddur 16. september árið 1953 í Santiago í Síle) er síleskur knattspyrnustjóri og fyrrverandi leikmaður.
Hann lék fyrir síleska félagið Universidad de Chile á árunum 1973 til 1986 og gerðist þjálfari hjá félaginu árið 1988. Síðan þá hefur hann verið knattspyrnustjóri hjá nokkrum liðum, meðal annars hjá Real Madrid á árunum (2009-10) og enska Premier League liðinu Manchester City (2013-16). Hann er núna knattspyrnustjóri hjá spænska félaginu Real Betis.[1]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Manuel Pellegrini, transfermarkt.com