HDMI
Útlit
HDMI (High-Definition Multimedia Interface, íslenska: hágæða margmiðlunar tengi) er tegund tengis oftast notað til að tengja Blu-ray spilara við háskerpusjónvarp eða tölvu(leikjatölvu) við flatskjá. HDMI tengi flytur bæði hágæða mynd og hljóð. Hægt er að nota HDMI tengi í staðin fyrir Radio Frequency (RF) samása kapal, composite video, S-Video, SCART, component video, D-Terminal, og VGA tengi.