Fara í innihald

Gas

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Andrúmsloft jarðar er myndað úr mörgum lofttegundum.

Gas eða lofttegund er efnishamur, sem einkennist af frjálsum frumeindum og sameindum, sem leitast við að fylla geyma, sem þau eru í. Loft er mikilvægasta gasblanda á jörðinni. Rafgas er efnishamur, sem einkum samanstendur af jónum. Sumt gas hegðar sér líkt og vökvar, en mynda ekkert skýrt yfirborð. Gas er mjög háð hita og þrýstingi og kjörgas er algengasta líkan af gasi sem notað er til að reikna breytingar í hita, þrýstingi eða þéttleika. Vatnsgufa er lofttegund. Þegar vatn sýður hættir hiti vatnsins að aukast og helst stöðugur í 100 °C. Við hamskiptin verður vatnið að vatnsgufu.

  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.