Fara í innihald

Freysfura

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Freysfura
Freysfurulundur suður af Mono Lake, Kaliforníu
Freysfurulundur suður af Mono Lake, Kaliforníu
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur Pinus
Undirættkvísl: Pinus
section Trifoliae
subsection Ponderosa
Tegund:
P. jeffreyi

Tvínefni
Pinus jeffreyi
Balf.

Samheiti

Pinus ponderosa var. malletii (Mottet) Beissn.
Pinus ponderosa var. jeffreyi (Balf.) Vasey
Pinus ponderosa subsp. jeffreyi (Balf.) Engelm.
Pinus peninsularis (Lemmon) Lemmon
Pinus malletii hort. ex Mottet
Pinus jeffreyi var. peninsularis Lemmon
Pinus jeffreyi var. deflexa (Torr.) Lemmon
Pinus jeffreyi var. baja-californica Silba
Pinus deflexa Torr.

Pinus jeffreyi er Norður-Amerísk fura[2][3] sem finnst aðallega í Kaliforníu, en einnig vestast í Nevada, suðvestur Oregon, og norður Baja California.[4] Hún er nefnd til heiðurs grasafræðingnum John Jeffrey.

Freysfura í Siskiyou Mountains í norðvestur Kaliforníu

Freysfura er stórvaxin fura sem verður 25 til 40 m há, einstaka sinnum að 53m, en minni þegar hún vex við eða á trjálínu.[5] Barrnálarnar eru þrjár saman í búnti, gildar, blá-grágrænar, 12 til 23 sm langar. Könglarnir eru 12 til 24 sm langir, dökkfjólubláir óþroskaðir, fölbrúnir við þroska, með með þunnar köngulskeljar með stuttum hvasst innsnúnum gaddi. Fræin eru 10 til 12 mm löng með stórum (15 til 25mm) væng.

Pinus jeffreyi er náskyld gulfuru (Pinus ponderosa) og er svipuð í útliti. Eitt af því sem greinir á milli þeirra eru könglarnir. Each has barbs at the end of the scales. The sharp Könglarnir á Pinus jeffreyi eru með gadda á köngulskeljunum sem snúa inn, svo köngullin virkar sléttur þegar strokið er niður eftir honum. Gaddarnir á köngulskeljum Pinus ponderosa snúa út, svo könglarnir eru hrjúfir og stingandi þegar haldið er á þeim. Annað sem greinir á milli þeirra er að barrið á Pinus jeffreyi blágrænt til stálblátt, og minna skærgrænt en á Pinus ponderosa, einnig eru könglarnir gildari og þyngri með stærri fræjum en á gulfurunni.[6] Pinus jeffreyi að einhverju leiti er hægt að greina á berkinum hvor er hvor, en gulfura er með grófari (stærri plötur) og rauðleitari börk.

Lyktin af Pinus jeffreyi er ýmist talin líkjast vanillu, sítrónu, ananas, fjólum, eplum,[7] og, nokkuð oft, rjómakaramellu;[8] Hægt er að finna lyktina með því að brjóta af sprota eða kremja nálar, eða þefa á milli barkarplatanna. Lyktin kemur til vegna óvenjulegrar samsetningar kvoðunnar, en hún er næstum hreint heptan.

Stærsta freysfuran að viðarmagni er "Eureka Valley Giant", í Stanislaus National Forest. Bolurinn hefur mælst 193 m3 tilmburs, og 2,5m í þvermál.[9]

Útbreiðsla og búsvæði

[breyta | breyta frumkóða]

Pinus jeffreyi er frá suðvestur Oregon suður um mestalla Kaliforníu (aðallega í Sierra Nevada), til norður Baja California í Mexíkó. Þetta er háfjallategund; í norðurhluta svæðisins vex hún víða í 1500 til 2100 m hæð, og í 1800 til 2900 m hæð á suðurhluta svæðisins.[5]

Freysfura þolir meira álag (stress tolerant) en gulfura. Hærra uppi, í næringarsnauðari jarðvegi, kaldara loftslagi og þurrara, tekur freysfura við af gulfuru sem ríkjandi trjátegund.[4] Pinus jeffreyi þolir einnig serpentine soil og er oft ríkjandi þar.[5]

Viður Pinus jeffreyi er svipaður viði gulfuru, og er með sömu nytjar. Einstakur hreinleiki n-heptans sem er einangrað úr kvoðu Pinus jeffreyi leiddi til að n-heptan var valið núllpunktur oktantölu bensíns.

Þar sem kvoðan inniheldur aðallega n-heptan, er Pinus jeffreyi léleg uppspretta terpentínu.[10] Áður en Pinus jeffreyi var greind frá gulfuru sem sjálfstæð tegund 1853, lentu þeir sem eimuðu kvoðuna í gulfuru í óútskýrðum sprengingum við eiminguna, sem skýrist af mismunandi efnainnihaldi kvoðu tegundanna.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Farjon, A. (2013). Pinus jeffreyi. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42371A2975870. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42371A2975870.en. Sótt 10. nóvember 2017.
  2. Elliot, Daniel Giraud (1904). „A List of Mammals obtained by Edmund Heller from the Coast Region of Northern California and Oregon“. Zoological Series no 76. Field Museum of Natural History. III (11).
  3. "Pinus jeffreyi". Integrated Taxonomic Information System.
  4. 4,0 4,1 Safford, H.D. 2013. Natural Range of Variation (NRV) for yellow pine and mixed conifer forests in the bioregional assessment area, including the Sierra Nevada, southern Cascades, and Modoc and Inyo National Forests. Unpublished report. USDA Forest Service, Pacific Southwest Region, Vallejo, CA, [1]
  5. 5,0 5,1 5,2 Jenkinson, James L. (1990). "Pinus jeffreyi". In Burns, Russell M.; Honkala, Barbara H. Conifers. Silvics of North America. Washington, D.C.: United States Forest Service (USFS), United States Department of Agriculture (USDA). 1 – via Southern Research Station (www.srs.fs.fed.us).
  6. Moore, Gerry; Kershner, Bruce; Tufts, Craig; Mathews, Daniel; og fleiri (2008). National Wildlife Federation Field Guide to Trees of North America. New York: Sterling. bls. 86. ISBN 1-4027-3875-7.
  7. „Jeffrey Pine“. enature.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júní 2011.
  8. Vizgirdas, Ray S.; Rey-Vizgirdas, Edna M. (2006). Wild Plants of the Sierra Nevada. Reno, Nevada: University of Nevada Press.
  9. Van Pelt, Robert (2001). Forest Giants of the Pacific Coast. Global Forest Society. bls. 108.
  10. „Jeffrey Pine“ (PDF). NRCS Plant Guide. USDA. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 1. ágúst 2017. Sótt 27. janúar 2019.

Viðbótarlesning

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.