Broad Peak
Útlit
Broad Peak (enska: „Breiðtindur“; áður nefnt K3), einnig þekkt sem Faichan Kangri meðal íbúa Baltistan, er 12. hæsta fjall jarðar. Það er 8051 metrar. Fjallið er í Gasherbrum-fjallgarðinum (sem er hluti Karakoram-fjallgarðins ) á landamærum Pakistans og Kína. Fyrstir til að klífa fjallið voru Austurríkismennirnir Fritz Wintersteller, Marcus Schmuck, Kurt Diemberger, og Hermann Buhl 9. júní 1957.