1314
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1314 (MCCCXIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 25. nóvember - Auðunn rauði Þorbergsson vígður Hólabiskup.
- Þorlákur Loftsson helgi varð ábóti í Þykkvabæjarklaustri.
- Ketill Þorláksson kom heim frá Noregi með riddaranafnbót og konungsbréf.
- Svo mikil harðindi voru sunnanlands að annálar segja að þrjú hundruð lík hafi verið flutt til Strandarkirkju í Selvogi til greftrunar.
Fædd
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- Margrét af Búrgund, kona Loðvíks krónprins Frakklands og frænkur hennar, systurnar Blanka af Búrgund, kona Karls prins, og Jóhanna af Búrgund, kona Filippusar prins, handteknar og sakaðar um framhjáhald. Jóhönnu var síðar sleppt úr haldi en Margrét og Blanka voru báðar fangelsaðar til dauðadags.
- 24. júní - Orrustan við Bannockburn þar sem Skotar sigruðu Englendinga.
- 31. ágúst - Hákon háleggur færði höfuðborg Noregs frá Björgvin til Óslóar og lét reisa Akershuskastala.
- Október - Lúðvík 4. kjörinn keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
- 29. nóvember - Loðvík 10. varð konungur Frakklands.
Fædd
- 24. júní - Filippa af Hainault, drottning Englands, kona Játvarðs 3. (d. 1369).
- Valdimar 3., konungur Danmerkur (líkega) (d. 1364).
Dáin
- 18. mars - Jacques de Molay, stórmeistari Musterisriddaranna, brenndur á báli.
- 20. apríl - Klemens V páfi (f. 1264)
- 29. nóvember - Filippus 4. Frakkakonungur (f. 1268).