Fara í innihald

Spáskáldskapur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Kápa tímaritsins Imagination frá 1954.

Spáskáldskapur eða furðusögur er flokkur bókmenntagreina sem snúast um hluti sem ekki eiga sér samsvörun í veruleikanum eins og við þekkjum hann. Hugtakið er notað yfir skáldskap sem fæst við yfirnáttúrulega hluti, gerist í ímyndaðri framtíð eða hliðarveruleika. Bókmenntagreinar sem taldar eru til spáskáldskapar eru meðal annars fantasíur, hrollvekjur, vísindaskáldskapur, efsögur, útópíur og dystópíur, og ofurhetjusögur. Þessar aðalgreinar skiptast svo í fjölmargar undirgreinar og blandaðar greinar, eins og vísindafantasíur, draugasögur, vampírusögur, gufupönk og sæberpönk, og heimsendaskáldskap.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.