Lífið

Tónelskasta fjölskylda á Íslandi?

Þetta verður í fyrsta sinn sem mæðgurnar koma allar saman fram opinberlega.
Þetta verður í fyrsta sinn sem mæðgurnar koma allar saman fram opinberlega. Fréttablaðið/Daníel Rúnarsson
„Það virðist vera þannig hjá fjölskyldunni að leiðir allra liggja beint í tónlist,“ segja mæðgurnar Ellen Kristjánsdóttir og Sigríður, Elísabet og Elín Eyþórsdætur, sem halda svokallaða Mæðgnatónleika á Café Rosenberg við Klapparstíg í kvöld.

„Mamma og pabbi hafa tileinkað líf sitt músík, Sigríður er að læra tónsmíðar við Listaháskólann og við Elísabet höfum tónlist líka að aðalstarfa,“ segir Elín Eyþórsdóttir um fjölskylduna tónelsku, en faðir hennar er Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður.

„Svo er litli bróðir okkar, Eyþór Ingi, líka farinn að búa til músík,“ segir Elín.

„Ég held að við höfum aldrei átt neitt val,“ segir hún létt í bragði.

Í kvöld halda mæðgurnar tónleika þar sem þær koma til með að spila eigið efni í bland við annarra.

„Þórir Úlfarsson verður á píanói og við ætlum að syngja saman og til skiptis,“ segir Elín.

Tónleikarnir eru þeir fyrstu þar sem mæðgurnar koma allar saman opinberlega.

„Við höfum oft sungið saman, en aldrei svo ég muni höfum við haldið heila tónleika allar saman,“ segir Elín.

„Nema kannski í stofunni heima,“ bætir Elín við.

Tónleikarnir hefjast klukkan tíu og eru eins og áður sagði á Café Rosenberg við Klapparstíg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.