Robert Aumann
Robert John Aumann (8. júní 1930) er stærðfræðingur að mennt og Nóbelsverðlaunahafi (2005) fyrir kenningar sínar um átaka og samvinnufræði þar sem hann notaði aðferðir leikjafræði við verk sín. Aumann er ísraelsk-bandarískur gyðingur og prófessor sem starfar við Hebreska háskólann í Jerúsalem, Ísrael, ásamt því að vera meðlimur í Bandaríska Vísindaráðinu (United States National Academy of Sciences). Hann er einnig gestafyrirlesari við Stony Brook Háskólann og er einn af stofnendum miðstöðvar fyrir Leikjafræði við Stony Brook skólann.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Aumann er fæddur í Frankfurt, Þýskalandi en flúði þaðan ungur að árum til Bandaríkjanna ásamt fjölskyldu sinni undan ofríki nasista. Það var árið 1938 sem fjölskylda Aumann flúði. Hann lagði stund á nám við Rabbi Jackob Joseph-skólann sem er yeshival-framhaldskóli í New York fyrir gyðinga. Hann útskrifaðist svo frá Borgarháskólanum í New York (City College of New York) árið 1950 með BS-gráðu í stærðfræði en kláraði meistaragráðu sína og doktorspróf í stærðfræði og heimspeki frá MIT-háskólanum í Cambridge, Massechusetts. Það var svo árið 1956 sem að Aumann hóf störf við stærðfræðideild, Hebreska háskólans í Jerúsalem og svo árið 1989 gerðist hann gestafyrirlesari við Stony Brook-háskólann. Aumann giftist konu sinni, Ester Schlesinger, árið 1955 og eignuðust þau fimm börn. Esther lést af krabbameinsvöldum árið 1998. Aumann giftist seinna meir systur Esther, Batya Cohn, sem var ekkja árið 2005
Framlag til vísinda
[breyta | breyta frumkóða]Helsta framlag Aumann til vísindanna eru svokallaðir endurtekningarleikir (repeated games), þar sem leikmenn lentu í sífelldum, endurteknum aðstæðum. Aumann var einnig fyrstur til að skilgreina hugtakið „jafnvægi fylgnis“ (correlated equilibrium) í leikjafræði, sem er ein tegund jafnvægis í „samstarfslausum leik“ (non-cooperative game), sem er mun sveigjanlegri heldur en klassíska „Nash-jafnvægið“. Ásamt þessu hefur Aumann komið fram með ýmsar kenningar og tilgátur sem hlotið hafa mikið lof og á endanum Nóbelsverðlaun fyrir ásamt mörgum öðrum verðlaunum sem honum hefur hlotnast á ævi sinni.
Útgefið efni
[breyta | breyta frumkóða]- Values of Non-Atomic Games, Princeton University Press, Princeton, 1974 (ásamt Lloyd Shapley).
- Game Theory (á hebesku), Everyman's Háskólinn, Tel Aviv, 1981 (ásamt Yair Tauman og S. Zamir), Vols. 1 & 2.
- Lectures on Game Theory, Underground Classics in Economics, Westview Press, Boulder, 1989.
- Handbook of Game Theory with economic applications, Vol 1-3, Elsevier, Amsterdam (ásamt S. Hart).
- Repeated Games with Incomplete Information, MIT Press, Cambridge, 1995 (ásamt Michael Maschler).
- Collected Papers, Vol 1-2, MIT Press, Cambridge, 2000.
- Asphericity of alternating knots. Ann. of Math. (2) 64 1956 374—392.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Robert Aumann“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 16. nóvember 2012.