Pólýgnótos
Útlit
Pólýgnótos var forngrískur málari sem var uppi um miðja 5. öld f.Kr. Hann var sonur Aglaofons og kom frá Þasos en fluttist til Aþenu og og fékk aþenskan ríkisborgararétt. Hann málaði m.a. málverk af eyðileggingu Tróju á vegginn í súlnagöngunum Stoa poikile í Aþenu.