Fara í innihald

Fórnarkostnaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Fórnarkostnaður er hagfræðilegt hugtak sem vísar til andvirði næstbesta valmöguleika sem stóð til boða þegar tiltekin ákvörðun er tekin. Við allar ákvarðanatökur þarf að vega og meta hvern valmöguleika og taka ákvörðun. Eftir því sem meira er í húfi, til að mynda ef fyrirtæki þarf að taka ákvörðun um hvaða vörur eigi að framleiða, því flóknari verða slíkir útreikningar. Fórnarkostnaður er þannig lykilhugtak þegar kemur að úrlausn mála vegna skorts og nýtni efna. Annað dæmi sem hægt er að gefa er fórnarkostnaður þess að fara í vikufrí frá vinnu. Fórnarkostnaðurinn í því tilviki er þá vinnutapið.

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.